Vá, bestu fréttir EVER !!!!!

OOhh ég er svo ánægð, stelpan komin heim og var svo glöð og ánægð með helgina Grin Ég sendi svo konuni á bænum sms til að láta hana vita og hún hringdi í mig þegar öll börnin voru farinn og ekki var hún minna ánægð Grin Ég var svo í skýjunum að ég gat ekki einusinni hringt í mömmu stax til að segja frá, og þegar ég gerði það þá sagði ég henni að ég væri ekki stoltari af stelpunni  þó hún hefði orðið forseti um helgina Grin Og það segir ykkur kanski hve mikið mér er létt og hversu stolt ég er af þessari líka flottu og fallegu stelpu sem ég á !!!! Það er ekki létt fyrir neinn að vera sendur í "avlastning" á heimili með 10-12 önnur börn og vera með félagsfælni af háu stigi. En Kristine konan á bænum sagði mér að hun hefði fallið svo vel inn í hópinn og til og með fengið vinkonu Wink Var á fullu alla helgina og tók þátt í öllu sem var að gerast og borðaði mjög vel, enda bóndinn á bænum kokkur Tounge Mér líður núna eins og ég hafi unnið stæðsta lottó pott sögunar. LOKSINS !!!! Það er víst nóg annað sem þarf enþá að berjast við. En ég ætla ekki að hugsa um það núna ég er allt of þakklát fyrir að við fundum þetta fólk og það okkur. Mér fynst alveg aðdáunarvert að heil fjölskylda leggur sitt líf í þetta að taka inn svona mörg börn aðra hverja helgi og búa svo vel um hnútana að allir nái saman á einhverju sviði. Við erum að tala um krakka frá 6 til 21 árs. Sú elsta er sú sem stelpan náði svo góðu sambandi við, en það sér maður ekki á henni, ég hélt hún væri 14-15 en það skiptir engu máli. Þær eru með mjög líka greiningu, og svo býr hún hér í bænum hjá okkur svo þær geta ef þær vilja hisst, eða farið í bíó saman inn á milli, en mikilvægast að öllu er að þær náðu samanTounge Við vorum búin að fá úthlutað annari hverri helgi fram til 15 júni, eina viku í sumar og svo einu sinni í mánuði út árið. En á morgun ætla ég að hringja og klaga úthlutunina og fara fram á hálfsmánaðarlega út árið. Það viljum við öll. Og ég gef mig ekkert fyrr en ég fæ það. Þarna eru engar tölvur, bannað að vera með gemsa Grin og gameboy og alltaf eithvað að gerast. Auðvitað getur komið eithvað bakslag en ég sá alla krakkana á föstudaginn og hvað þau voru spent og glöð að vera komin þangað. 'Eg sagði stelpuni að þetta væri ábyggilega eins og að geta farið í skemmtilegar sumarbúðir hálfsmánaðarlega og hlakka til að hitta allt og alla svo ég tali nú ekki um dýrin og gróðurhúsið og allt sem þau geta gert þarna. Það er alveg sama hvað ég skrifa mikið fiðrildin í maganum flögra samt Grin Svo ég held ég láti þetta duga núna og óska öllum Íslenskum konum til hamingju með konudaginn Heart

Stór knús og klem frá stoltustu mömmu í heimi InLove Sigrún.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skil þig svo vel og þú átt svo sannarlega að vera stolt... TIL HAMINGJU

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.2.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég samgleðst ykkur svo innilegaÞetta fólk á heiður skilinn fyrir sitt framtak.Frábærara er að stelpuni skuli líka þetta og vera svona sátt og jákvæð,gerir allt miklu léttara.

Kremju knús á ykkur dugnaðarforkar

Solla Guðjóns, 18.2.2007 kl. 21:23

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Vá!! Frábært!!!!!!!!!!! :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 18.2.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Takk takk takk

Sigrún Friðriksdóttir, 18.2.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ, hvað ég er glöð fyrir ykkar hönd. Til hamingju með daginn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.2.2007 kl. 22:03

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Takk Jórunn, vildi geta sent þig í svona fullorðins afslöppun aðra hverja helgi, bara fyrir þig Kanski ég geti sagt við þær á sosialnu að ég sé með áhyggjuar af konu á Íslandi, hvort þeir geti ekki sent hana í svona Spa opphold hálfsmánaðarlega  

Sigrún Friðriksdóttir, 18.2.2007 kl. 23:28

7 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

EN nú ætlar stoltasta mamma í heima að reyna að sofna heheh svo ég geti byrjað að klaga á morgun aftur hihihhi

love to you all

Sigrún Friðriksdóttir, 18.2.2007 kl. 23:29

8 Smámynd: Ester Júlía

YNDISLEGT Sigrún!  Það var svo gaman að lesa þetta. Þú mátt sko vera ánægð og stolt!!

Ester Júlía, 19.2.2007 kl. 06:54

9 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju

Ólafur fannberg, 19.2.2007 kl. 07:56

10 Smámynd: Margrét M

yndislegt,frábært ... gaman að þetta skildi ganga svona vel ,þetta er eitthvað til að vera virkilega ánægður með .knús.....og til hamingu með konudaginn í gær..

Margrét M, 19.2.2007 kl. 09:12

11 identicon

Hæ skvís..Til hamingju !!! þetta er frábært að heira ég samgleðst þér innilega...Knús og kossar ...

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 09:29

12 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Polla polla frá Victoríu   gleðilegab bollu dag , Til hamingju Sigga hvað það var gaman hjá þér um helgina í draumasveitinni knús og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 19.2.2007 kl. 10:34

13 Smámynd: Elín Björk

Æðislegt að fá svona jákvæðar fréttir, frábært alveg

*Knús úr sólinni*

Elín Björk, 19.2.2007 kl. 18:21

14 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Takk takk öll sömun, og takk fyrir að bolla frænku í beinni útsendingu Victoria Rut  

Knús handa ykkur öllum  

Sigrún Friðriksdóttir, 21.2.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband