Hjóninn búin að kveikja all svakalega í mér :Þ

Jæja þá hefur Kela og Agný tekist að setja mig í gang, er búin að vera á fullu allan daginn með að ath betur með þessa nýju aðgerð hérna. Og niðurstaðan núna er að ef ég get pungað út 1,2 millj isl kr þá get ég komist í aðgerð í Bergen á privat sjúkrahúsi. Ulleval sem ætla að spengja mig eru með þetta sem tilraunarverkefni og eru búnir að neita mér um að vera með í henni, enda allgjört lotto að fá aðgerð út úr því. Norska ríkið vill ekki borga fyrir mig aðgerð i Svíþjóð eða á Íslandi, og ég talaði sjálf við læknirinn í Bergen og hann sagði að ég ætti einn pínulítinn möguleika á að fá þetta borgað af norska ríkinu og það er að sækja um að komast fyrr út í atvinnulífið, og EF (og mér er sagt af fagfólki að það sé ekki stór séns) að ég fæ  já en þá get ég valið hvaða aðgerð sem er hvar sem er án þess að borga sjálf. Þar sem svo ótrúlega vill til að ég er ekki slæm i bakinu vegna peningana í dýnunni minni, þá er þetta pínulítill möguleiki sem ég er á fullu við að safna myndum og pappírum til að prufa hvort ég komist í gegn um þetta nálarauga. Jæja ég varð bara að henda þessu á skjáin til að sjá hvernig þetta hljómaði allt saman. Og nú er bara að vona það besta, ég held ekki út marga dagana í viðbót svona hér heima, svo þetta verður að gerast ansi hratt þar sem ég hef bara versnað eftir að ég kom heim og get ekki lengur sitið upprétt eða gengið, og verð að lyggja flöt og bryðja morfín og aðrar pillur í stórum mæli, sem hjálpa bara upp að vissu marki, en gera mig aldrey verkjalausa.

Pffff þetta hljómar allt svo neikvætt og mikil sjálfsvorkunn þegar ég les yfir þetta aftur svo ég ætla að láta brandara sem Solla mín sendi mér fylgja svona í restina svo að þið haldið ekki að ég sé alveg Crying

Sagan er um fjóra menn sem heita - Sérhver, Einhver, Hver-sem-er og Enginn.

Það þurfti að vinna áríðandi verkefni og Sérhver var viss um að Einhver mundi gera það. Hver-sem-er hefði getað gert það en Enginn tók sig til og gerði það. Þá varð Einhver reiður, þar sem þetta var í raun á verksviði Sérhvers. Sérhverjum fannst hins vegar að Hver-sem-er gæti vel gert það en Engum var ljóst að Hver-sem-er myndi aldrei gera það. Þetta endaði svo með því að Enginn gerði það sem Hver-sem-er hefði getað gert.

Akkurat svona eins og heilsukerfið hér.

Heart'Astarkveðju og takk Keli og Agný, nú er ég allavega búin að setja allt í gang svo nú er bara að bíða og vona að ég versni ekki áður en ég get fengið þetta í gegn. Kær kveðja Sigrún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

ÆÆii takk fyrir það Keli minn

Sigrún Friðriksdóttir, 2.4.2007 kl. 14:15

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Go go girl

Solla Guðjóns, 2.4.2007 kl. 14:37

3 Smámynd: Margrét M

Sigrún moka  peningunum út úr dýnuni ef ( ef það væri svo gott)  og fá eitt stykki aðgerð  ...vonum það besta

Margrét M, 2.4.2007 kl. 14:56

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nei. þetta hljómar ekki eins og nein sjálfsvorkun. Það er hræðilegt að vera svona. Ég vona allt það besta fyrir þig Sigrún mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.4.2007 kl. 19:36

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ææi takk elsku dúllurnar mínar allar, Risa klem og knús.

 

Sigrún Friðriksdóttir, 2.4.2007 kl. 21:17

6 Smámynd: Agný

KæraSigrún..þú átt alltaf val..láttu enga doksa gera þig að tilraunakanínu..en ef þú veist ekki valmöguleikana ..þá eru miklar líkur á því að þu endir sem "gunny pig" ....É

Ég var bara að gefa þér upplýsingar ..viðurkenni að vísu að mér líst betur á þær en það sem þú segir um fyrirhugað krukk í þig..

Þegar er búið að spengja þrjá liði saman ..þá eru liðirnir sitthvoru megin að vinna "double job" því þeir spengdu munu aldrei gera neitt. 

Svo skilur fólk ekkert í því afhverju það er að drepast í bakinu á nýjum stöðum eftir x lamgan tíma frá aðgerðinni..

En spurðu þá sem hafa farið í svona..

Farðu á gogglr og leitaðu upplýsinga... skrifaðu hvað þú ert að fara í og segðu svo að þú viljir upplýsingar frá þeim sem hafa farið í spengingu..

Þú færð svar ..ég er 99% viss ( en ekkert er 100% )

Knus og klem til dig..

Agný, 4.4.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband