Rís upp frá dauða !!

Hæ hæ kæru vinir og fjöP5040032lskylda.

 

 

 

Takk fyrir allar kveðjurnar frá ykkur í veikindunum. Það er búið að vera erfitt að koma sér í gang aftur með bloggið eftir allt sem á undan er gengið. En allavega er búið að taka þetta blessaða brjósklos og fullt af samgrónigum sem innihéldu gamalt brjósklos, og heilsan öll að koma. Í dag eru 43 dagar frá aðgerð og ég geng um allt án hjálpartækja Grin En ég var komin í hjólastól (sem ég lá í) og á mjög sterkum lyfjum, sem ég þakka Guði fyrir, ég hefði ekki lifað þetta af án þeirra. En nú er öldin önnur og gamla Sigrún á leiðinni til baka. Ég tek það en mjög rólega, geri ekkert sem getur eyðilagt þetta. Núna settu þeir 4 stórar skrúfur og stálplötu og net í bakið á mér og tóku stóran part af brjóskinu burt svo ég á ekki að eiga þetta á hættu aftur. Allavega ekki á sama stað. En í september fer ég í tékk og eftir það í endurhæfingu í 4 vikur, enda allir vöðvar horfnir Shocking

Ætla samt ekkert að rekja þetta allt hér, en ég á ennþá erfitt með að sitja við tölvuna svo þetta kemur kannski í smá pörtum. Ég ætla að skella inn fermingarmynd af henni dóttur minni sem fermdist mitt í öllum ósköpunum. En með góðra vina og fjölskyldu hjálp átti fína dag. Og var það fyrir mestu.

'Astarkveðjur frá mér til ykkar allra, ég er búin að sakna ykkar, knús Sigrún. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gaman að sjá að þú ert á lífi og að allt hafi gengið vel.

Flott mynd af dóttur þinni og til hamingju.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 21:22

2 Smámynd: Margrét M

velkominn aftur á stjá rosalega er gaman að sjá þig aftur hér.

Vá get ýmindað mér að þetta hafi verið rosalega erfitt hjá þér Sigrún mín vonandi vonandi færðu bót meina þinna ..Í guðanna bænum viltu fara rosalega varlega af stað .

falleg mynd af dóttirinni til hamingju með hana og til hamingju með að vera á batavegi KNÚS

Margrét M, 24.7.2007 kl. 09:26

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið er hún dóttir þín falleg. Til hamingju með hana og til hamingju með sigurinn að vera orðin þetta góð. Já það er eflaust búið að vera  mjög erfitt og mikil barátta hjá þér. Gaman að þú ert að hressast. Þú mátt alls ekki sitja við tölvuna of mikið Sigrún mín. Gott að sjá þig aftur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.7.2007 kl. 16:42

4 Smámynd: Bragi Einarsson

Velkomin aftur, Sigrún mín og vonandi hefur nú bakið á þér lagast við þetta. Og til hamingju með dóttur þína. Farðu vel með þig.

Bragi Einarsson, 25.7.2007 kl. 01:32

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

OOhh takk fyrir móttökurnar dúllurnar mínar.

Nú ætla ég að skreppa upp á fjöll í nokkra daga og gá hvort að það  sé einhver sól til í Norge í sumar Heyrumst fljótlega.

Kær kveðja Sigrún. 

Sigrún Friðriksdóttir, 25.7.2007 kl. 11:24

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku hjartans kellan mín velkomin í tölvu heim.Frábært að heyra frá þér.Systir þín var búin að segja mér undan og ofan af því sem er búið að vera að gerast hjá þér.Ég er búin að bíða eftir þessum degi að sjá þig á ný á skjánum....Þetta er búin að vera löng þrautarganga......Bráðum ferðu að hoppa í hringi

Flott myndin af falllegu dóttur þinni

Bestu kveðjur Sigrún mín

Solla Guðjóns, 25.7.2007 kl. 17:08

7 Smámynd: Agný

Velkomin til baka kæra Sigrun og til hamingju með dóttur þína Fín mynd af henni.Yngsti strákurinn minn fermdist líka í vor.....Haltu áfram á brautinni til betri heilsu.. Kær kveðja. P.S.´Ég er á leiðinni til Danmerkur þann 7 ágúst og verð til 24  ág... verst að þú skulir vera í Noregi en ekki Danmörk..hefði heimtað kaffi og með því hefðir þú verið þar

Agný, 26.7.2007 kl. 01:48

8 Smámynd: Ólafur fannberg

velkominn aftur

Ólafur fannberg, 26.7.2007 kl. 08:52

9 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Vá elsku bestasta systir mín mikið er gaman að sjá blogg frá þér ég varð svo glöð  . Núna erum við bara í hundapössun í sveitin og lappa af . Knústu stóru litlu dóttir mína í fjöllonum .

Klemm og knús love love

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 27.7.2007 kl. 15:49

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Faðmlag til þín

Solla Guðjóns, 28.7.2007 kl. 01:10

11 identicon

Til hamingju með Siggu rosalega er hún flott stelpa.Það er vonandi að þinni þrautargöngu með ÖLL brjósklosin sé lokið .Kveðja Rebekka Magg

Rebekka Magg (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 01:52

12 identicon

Já gaman að vita til þess að þú skulir vera að koma til ! Góðir hlutir gerast víst hægt en það er ekki bannað að hjálpa til með þrjósku og vilja. Farðu vel með þig

KV

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 11:36

13 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Hæ skvís, gott að sjá þig aftur hér  vonandi hefur þú haft það gott í sveitinni..

Klem

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 30.7.2007 kl. 21:11

14 Smámynd: Sigridur Ósk Rúnarsdóttir

hehe, er eg sv sætt ad eg fæ kommen her^^ lol
anyways, eg held eg gleimdi ad segjakve supert thad er ad tu er ordin betri, og kommin heim , luv ya 

sigga-chan 

Sigridur Ósk Rúnarsdóttir, 3.8.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband