3.8.2007 | 21:03
Mikið að gerast.
Jæja komin tími á nýtt blogg. Ýmislegt búið að gerast síðan síðast. Eins og þið vissuð fórum við með skvísuna okkar upp í fjöll til Ármanns og Guðnýjar og var það hin besta ferð. Veðrið að sjálfsögðu uppá marga fiska hihi eða ekki, en við nutum þess að vera uppfrá og kela smá við hestana og ættingjana.
Svo áttum við hjónin 9 ára brúðkaupsafmæli þann 1 ágúst og þökk sé smsi sem kom degi of snemma þá mundum við eftir því í ár hihihi. Og ég fékk rosalega fallega blómvönd frá mínum kæra, gaf honum gemsa svo ég geti plagað hann oftar og svo fórum við fínt út að borða um kvöldið. Voða rómó, eitthvað sem við höfum ekki gert LENGI !!!!
Svo vöknuðum við í gær og fundum kisuna okkar hann Tomma slasaðan úti á svölum, trúlega verið keyrt á hann um nóttina eða morguninn og hann þessi hetja dró sig einhvernvegin hem þó lamaður væri. Það var að sjálfsögðu rokið með hann til dýralæknis þar sem hann var svæfður og sendur í röntgenmyndartöku, og læknirinn vildi halda honum í nótt til öryggis, en allt benti til að hann væri bara rófubrotinn. Svo kom símtalið um hádegi og þá var komið í ljós að hann var lamaður að aftan og hélt hvorki saur né þvagi og með höfuðáverka líka, þar sem blæddi úr öðru eyranu. Við ákváðu að fara og kveðja hann og láta aflífa hann. Það var jafn erfitt og það er alltaf með gæludýr, en þegar ég sá hvað hann var orðinn slappur var ekki efi í mínum huga með að láta bara enda þetta hjá greyinu. Ég var svo hjá honum þar til þessu var öllu lokið.
Síðan er dagurinn bara búin að vera skrítin, maður er alltaf að búast við að sjá hann koma og ég er búin að heyra hann mjálma þrisvar En þetta lagast með tímanum. Það er bara tómt svona fyrst á eftir.
Læt fylgja mynd af honum í snjónum í vetur með sólsetrið á bak við sig.
Nú ætla ég að kíkja aðeins hjá ykkur vinir mínir
Kær kveðja Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
eg er likka buin ad heira i honum mjalma.. get ekki sofnad enta... en vid verdum bara tura ad reina komast yfir thetta...einhvad segir mer ad tommi ekki vill ad vid dveljum a thessu.. love you, chatta vid thig a morgun.. sigga-chan
Sigridur Ósk Rúnarsdóttir, 3.8.2007 kl. 22:18
Alveg satt dúllan mín Elska þig meira mest !!!!
Sigrún Friðriksdóttir, 3.8.2007 kl. 22:22
Æi elskan, gaman að sjá þig aftur hér mín kæra!
Heiða Þórðar, 3.8.2007 kl. 22:28
Veit að allt er tómt núna , og maður heyrir mjálm og bíður eftir að hann komi og betli ost eða eithvað . En hann gaf margar góðar minningar þessi pjakkur og var yndislegt að horfa á hann leika sér í snjónum til dæmis . Veit að honum líður vel núna . Elska ykkur klemm og knúss Heiða og co
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 3.8.2007 kl. 22:42
Æ elksu Sigrún mín ég samhryggist þér með hann Tomma. Þetta er mjög sárt. Það er ég viss um.
Til hamingju með 9 ára brúpkaupsafmælið og sniðugt að gefa honum gemsa.
Gaman að lesa bloggið þitt fyrir utan þetta með Tomma.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.8.2007 kl. 23:12
Til hamingju og ég samhryggist... það er ekki oft sem maður notar þessi orð samtímis.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.8.2007 kl. 23:48
Hjartan kerlingin mínTil hamingju með brúðkapsafmælið....áttu ekki sjálf afmælið einhvern tíman núna?????
Knús á þig
Solla Guðjóns, 5.8.2007 kl. 03:55
Elsku dúllurnar mínar ég er búin að segja allt sem ég get um töffarann Tomma elsku kallinn hann var með sterkan karakter og sko ekkert skrítið þó hans sé sárt saknað
,Frábært að sjá bloggið þitt aftur og ekki síður að geta svarað því
Heyri í þér á morgun ástin mín pabbi biður að heilsa
mamma (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 17:18
Gaman að sjá þig hér aftur og frábært að heilsan sé betri. Til hamingju með brúðkaupsafmælið!!
Smús knús
Elín Björk, 5.8.2007 kl. 22:56
aumingja kisi greijið
Margrét M, 7.8.2007 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.