1.10.2007 | 14:30
Tilraun 1 með snúðabakstur.....
Ég ákvað að skella mér út í þennan bakstur án þess að vera með kút eða kork svo er bara að sjá til, á ennþá eina uppskrift uppi í erminni ef þetta verða ekki góðir Íslandssnúðar En nú er haustfrí í skólunum og þá er um að gera að gera eitthvað svona heimilislegt (sem mér finnst frekar leiðinlegt hahah). Annars er lítið að frétta, bóndinn bara á fullu úti í skúr að skrúfa og pússa alla bitana af hjólinu sem hann keypti í Hollandi. Það verður spennandi að sjá þegar það er komið saman aftur
Nú þarf ég að bíða í heilan klukkutíma eftir að helv..... snúðarnir hefist og svo er að baka og búa til nógu gott krem
Jæja læt þetta duga í bili, kveðja Sigrún.
P.S. Baksturinn gekk bara vonum framar og var samþykktur sem Íslandssnúðar, glassúrinn var kannski aðeins í þynnra lagi. En það er hægt að bæta úr því næst Og ekki var verra að dótturinni finnst ég sko vera besta og flinkasta mamman í heiminum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Athugasemdir
gangi þér vel í snúðunum
Margrét M, 1.10.2007 kl. 14:32
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.10.2007 kl. 14:52
bíð spennt eftir niðurstöðunni frá bakstrinum! lítur ansi vel út á mynd allavega
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 1.10.2007 kl. 17:59
Hej krúsí. Rosagaman að lesa um ykkur Mikið sakna ég ykkar. Kossar og knús til Guðrúnar líka.
Inga Sveina (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:44
Frábært. Þú fékkst semsagt íslenska snúða.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.10.2007 kl. 23:05
Já íslenskir snúðar á borðum hér hjá okkur
Sigrún Friðriksdóttir, 1.10.2007 kl. 23:17
Ég vissi alveg að þú myndir redda þessu dúllan mín og svona líka flottir snúðar þú verður að baka handa mér þegar ég kem næst í heimsókn
knús og kossar frá okkur gamla settinu
mamma (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 23:58
snilld
Margrét M, 2.10.2007 kl. 08:31
Þetta gat hún stelpan!
Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 11:27
Efaðist ekki eina mínótu um að þú gætir þetta ekki líta mjög girnilega út , auðvita ertu frábærasta og bestasta mamma í heima ekki spurnng .
Elska ykkur í snúða og kleinur klemm og knús
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 2.10.2007 kl. 13:28
Núna langar mig í snúð.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.10.2007 kl. 14:20
Jammý langar í einn.
Solla Guðjóns, 2.10.2007 kl. 23:20
snúðakveðja
Ólafur fannberg, 2.10.2007 kl. 23:36
Uppskrift?
Villi Asgeirsson, 3.10.2007 kl. 07:45
Æðislegt.
Kolla, 4.10.2007 kl. 11:41
þetta lítur æðislega út, nammi namm
gangi þér vel og bóndanum líka
hafðu góða helgi
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 08:55
þeir líta rosalega vel út á myndinni allavega. fyrirgefðu að ég hef svikið þig um bakarís-uppskriftina. Hef enn ekki náð í bakarann í nægjanlega góðu tómi, og svo hef ég gleymt þessu inn á milli. Viltu enn að ég reyni að fá uppskrift eða eruð þið sátt þarna í Norge með íslandssnúðana.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.10.2007 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.