Stormu í vantsglasi. Einhverfa.

 

Ég sá af algjörri tilviljun viðtal við Pétur geðlækni, (sem að mínu áliti er enginn dýrlingur), um höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun. Það sem ég er mest hissa á eru viðbrögðin við því sem hann er að segja.

Ég á sjálf tvö börn sem eru með Asperger heilkenni og annað með sterk einkenni af Asperger.

Þetta eru væg einhverfueinkenni, þó svo að ég verði að segja að mér hafi ekkert fundist þau væg.

Þá hef ég kynnst einstaklingum með mis mikla einhverfu á lífsleiðinni, og þegar maður er komin inn í þennan skrítna heim þeirra, þá hefur mér fundist hann heillandi á sinn hátt.

Guð minn almáttugur ekki miskilja mig !!! þetta er mikil þroskafrávik i flestum tilfellum og ótrúleg barátta þarna á bakvið ( hjá foreldrum) að hjálpa þessum einstaklingum sem best út í lífið. Þeirri baráttu hef ég svo sannarlega verið þáttakandi með mín börn.

En svo ég komi nú aftur að þessu viðtali, þar sem ég heyri Pétur segja að "HANN" álíti höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun vera skottulækningar, þá er það ekki það sem málið snýst um. Hann er að segja að þeir sem eru í vinnu innan heilbrigðisþjónustu eigi ekki að mæla með þessari og öðrum óhefðbundnum lækningum í nafni heilbrigðisstéttarinnar.Mér finnst ekkert athugavert við það.

Ég er búin að fara oft sjálf í höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun, og börnin mín líka.

Og hefur okkar HBsérfr, aldrei sagt að hún geti "læknað" hvorki ónýtt bak hjá mér eða einhverfu hjá þeim. Ég hef eins og flestir foreldrar í þessari aðstöðu leitað eftir hjálp á ótrúlegustu stöðum og mér finst það bara vera ákvörðun hvers og eins foreldris.

Mínum krökkum hefur ekkert batnað, né versnað við hina ýmsu tilraunir mínar. þ.a.m vítamín og fæðu tilraunir. Ég vona af öllu mínu hjarta að það finnist einhvertímann nákvæmari læknisfræðileg skýring á einhverfu og þar af leiðandi betri hjálp. En rosalega á ég erfitt með að trúa að pilla eða eitthvað annað geti læknað einhverfu. En öllum er frjálst að vona. Við sem til þekkjum vitum að þeirra lærdómur er síendurtekinn, einfaldaður og mjög ferkantaður. Ég kem til með að fara til höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara eins og áður ef tilefni gefst til. En ég verð því miður að segja mig sammála Pétri í því að ég trúi ekki á það sem "lækningu" allavega ekki þegar það kemur að einhverfu. En vissulega höfum við fengið hjálp út úr þessum tímum án þess að það sé "lækning"

En kannski ég ætti a taka það fram að mér finst Pétri vera gefinn of mikill skotfæri með viðbrögðum á viðtalinu við hann.

 

Kær kveðja Sigrún.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kej

Held ég verði að taka aðeins undir þetta hjá þér Sigrún mín. Sá þetta viðtal líka og hef séð svipuð viðtöl áður þar sem s.k. sérfræðingar innan heilbrigðisgeirans eru að tjá sig um óhefðbundnar lækningar af hroka og yfirlæti. 

Auðvitað er mikilvægt að ekki sé verið að bjóða upp á einhver úrræði sem gætu reynst skaðleg en fyrr má nú aldeilis vera.  Fyrir það fyrsta veit ég ekki betur en að hin s.k. hefðbundnu læknisfræði standi nú nánast með hendur í vösum og yppi öxlum því ekki hefur tekist að finna af hverju einhverja stafar né heldur hvað sé til lausnar.  Svo til einu hefðbundnu úrræðin sem fengið hafa vottun hjá hinum hæstvirtu heilbrigðisherrum eru atferlismótun og eitt og annað  sem kemur úr horni sálarfræðinnar. Og ekki eru nú ýkja mörg ár síðan að sú grein var talin óhefðbundið kukl .  

Kej, 7.10.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Sigrún. Ég fann slóðina þína í bloggi Jónu og langaði að kíkja á þig. Ég segi eins og þú að maður prófar ýmislegt og mér hefur fundist helst með þessa óhefðbundnu lækningar eins og t.d. HBS að það er slökunin og snertingin sem gerir svo mikið og þeir sem ekki berjast við alvarlega sjúkdóma fá örugglega helling út úr þessu. Ég hef þekkt Pétur sem lækni í 15 ár og hef mikið álit á honum, hann fer ekki með fleipur. Þú sem móðir veikra barna veist best sjálf hvað er þeim fyrir bestu. Gangi þér vel með börnin þín og mundu að vera góð við sjálfa þig líka. kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Takk fyrir kommentin:

Kristinn: ég vissi nú að í "grunn og bunn" voru við með svipaða skoðun á þessu, og  ég gæti ekki verið meira sammála þér varðandi "læknisfræðin" og þetta með atferlismótun. En ég hef verið að fylgjast með í Usa  og finnst spennandi hvað allavega útivið sé eins og virkilega sé verið að skoða þessi mál.

 Ásdís: takk fyrir kommentið, ég er líka sammála þér þegar kemur að óhefðbundnum lækningu, að t.d slökun og snerting er af hinu góða og ég vill gjarnan taka það fram að ég er hlynnt HBS og ýmsu öðru, en hef takmarkaða trú á því sem lækningu. Og svo er líka sjálfsagt að hafa mismunandi skoðanir og álit á fólki og málefnum. Og mér þótti mikilvægt ÞÓ svo að ég sé ekkert hrifin af Pétri, og fleiri svokölluðum sérfræðingum á Íslandi, þá get ég samt verið sammála honum/þeim um sumt

Sigrún Friðriksdóttir, 7.10.2007 kl. 14:32

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er sammála honum Petri um sumt og skil nákvæmlega hvað þú átt við. Ég er sammála þér líka... veit varla í hvorn fótinn ég á að stíga

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.10.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: Kej

Ég vil þó taka það fram að ég horfi á allar svona töfralausnir og skyndibata loforð með gagnrýnu hugarfari.  Þetta tiltekna úrræði, höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun hef ég alltaf verið skeptískur á.  Við prófuðum þetta fyrir nokkrum árum síðan og gerði það ekkert fyrir drenginn okkar.  Það þýðir ekki að þetta geti ekki verið að virka fyrir einhvern annan, ég veit bara ekkert um það. 

 Það sem pirrar mig er þegar aðilar úr heilbrigðisgeiranum fordæma allt sem ekki fellur undir læknavísindi sem kukl og galdra. 

Kej, 7.10.2007 kl. 18:37

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Nei strákar, mér finnst alveg nógu erfitt að finna  fram í þessum frumskógum vísinda og ekki vísinda, til að fara að verja einar eða aðrar gerðir. En eins og ég var búin að segja þá er ég ekki á móti óhefðbundnum lækningum. En ég vill frábiðja mér að fólk í heilbrigðiskerfinu segi mér að eitthvað sé lækning, sem ég hef upplifað að sé það ekki í mínum tilfellum. En ég get alveg lofað ykkur því að það væri ekki bara í fréttum á Íslandi ef HBS væri komin með lækningu á einhverfu. Mér finnst verið en og aftur verið að spila á vonarneistann í okkur foreldrunum sem viljum hjálpa börnunum okkar. Og þegar ég tala um lækningu, þá meina ég hreinlega að börnin okkar standi upp af bekknum og séu heilbrigð, hvort sem það tekur 10 eða 100 skipti. Og ég er nokkuð viss um að það hefur ekki gerst, allavega ekki enþá.

Sigrún Friðriksdóttir, 7.10.2007 kl. 19:11

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er góð greina hjá þér Sigrún og ég get verið þér sammála. Gangi þér og þínum vel og ef þetta hjálpar þá er enginn skaði af því. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.10.2007 kl. 23:10

8 Smámynd: Halla Rut

Svo þú ert með þetta tvöfalt. Ég get rétt ímyndað mér hvernig væri að hafa þurft að fara í gegn um allt þetta tvisvar. Á einn 5 ára sem er greindur með ódæmigerða einhverfu. Talaði einmitt um þetta á minni síðu.  Góður pistill hjá þér og einlægur. Gaman væri að fá frá þér pistil um hvernig aðstoð og umhverfi er fyrir einhverfa og fjölskyldur þeirra í Noregi.

Gangi þér og þínum sem best.  

Halla Rut , 8.10.2007 kl. 22:04

9 Smámynd: Halla Rut

P.S. Ef þú skrifar meira um einhverfu eða tekur áskorun minni láttu mig þá endilega vita.

Takk. 

Halla Rut , 8.10.2007 kl. 22:06

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Góður pistill Sigrún og góðar umræður í kjölfarið.Ég þekki einhverfu bara af lestri.

Ég er hlinnt flestum óhefðbundnum lækningum.Hvort sem þær lækna eða ekki..afslöppun og dreifing hugans er svo mikilvæg þeim er við veikindi eiga að stríða og aðstandendum þeirra.

Solla Guðjóns, 9.10.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband