16.10.2007 | 17:13
Allt að 50% kvenna á bak við kynferðislega barnamisnotkun á drengjum.
Ný könnun hefur leitt í ljós að börn eru/hafa verið misnotuð af konum eru einn þriðjihluti þeirra sem leita sér hjálpar í dag. Rosalega sló þessi frétt mig, fann hér úrdrátt á norsku fyrir þá sem það skilja/vilja. En í fréttum í kvöld var viðtal við mann á miðjum aldri sem hefur verið misnotaður af móður sinni frá 6 til 15 ára aldurs. Og er ég viss um að þetta reynist rétt að það séu mörg falin og geymd svona mál. Og kannski er það ójafnrétti í mér að finnast þetta svona sláandi. Mér finnst misnotkun ÓGEÐSLEG á allan hátt, en hef átt erfitt með að trúa að konur og ekki minnst mæður geti gert börnum sínum þetta. En það er að sjálfsögðu ekkert ótrúlegra en feður. En þetta hefur ekkert verið af ráði í umræðunni og á örugglega eftir að koma meira og oftar upp á yfirborðið. Ég fann enga frétt um þetta í Mogganum ennþá, kannski þetta sé ekki fréttnæmt heima. En ég varð allavega að skella þessu út. Prrrr
Knús og klem frá sjokkeraðri Sigrúnu.
Annar linkur á svipaða frétt,nokkuð létt að lesa þó að hún sé á norsku
Og hér er sjónvarpsfréttin velja 18:00 16/10 2007 þetta er fyrsta fréttin.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt 17.10.2007 kl. 19:40 | Facebook
Athugasemdir
Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér líka á óvart! En auðvita geta konur verið gerendur eins og karlar en samt.. maður hefur alltaf verið í þeirri trú að það væri mjög sjaldgæft. Ég sit hér með hroll
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 16.10.2007 kl. 18:39
Ertu að tala um kynferðislega misnotkun? Ef svo er þá trúi ég því aldrei að helmingurinn sé framin að konum, það bara kemur ekki til greina að þetta sé rétt.
Hins vegar ef þú ert að tala um andlega og líkamlega misnotkun þá trúi ég því vel.
Halla Rut , 16.10.2007 kl. 20:18
Ha, um hvað ertu að tala Guðmundur.
Halla Rut , 16.10.2007 kl. 20:31
Já Halla ég er að tala um kynferðislega misnotkun á sérstaklega drengjum, þar sem mæður eða aðrar ummönnunarpersónur eru brotamanneskjan. Tvennuna á Hlemmi hef ég grun um að ég þekki, kom frá sama bæ og ég kem frá, og já það er hrillingur og þau eru bæði mikið sjúk og mikið þroskaheft. En jú þá er það að koma fram núna að stór hópur drengja/manna hafa verið kynferðislega misnotaðir af konum, og ef maður hugsar það aðeins Halla þá geta konur auðvitað verið jafn hrikalega sjúkar og menn, maður hefur bara ekkert hugsað út í þetta áður.
Sigrún Friðriksdóttir, 16.10.2007 kl. 21:43
við erum bara alinn upp við það að það séu helst karlar sem geri verstu hlutina s.s stríð og fjöldamorð, en það eru til kvenlegir fjöldamorðingjar og ég held að eina ástæðan fyrir að við höfum ekki upplifað kvenkyns t.d. Hitler er að það eru allt kallar í þessum einræðisstöðum. Og ég held því miður og kannski sem betur fer að þetta koma upp á yfirborðið og við verðum að læra að trúa því að börn eru ekki bara misnotuð af mönnum. En það besta sem kemur út úr því er jú að þessir menn fá hjálp. Og í viðtalinu sem ég sá í dag er gjörsamlega eyðilagður maður á fimmtugsaldri, sem passar hvergi inn í þjóðfélagið, er litið niður á og eins og hann orðaði það sjálfur finnst hann ekki hafa nokkurn rétt á að lifa eftir að hafa "leyft" móður sinni að gera þetta við sig. En hann stoppaði misnotkunina sjálfur þegar hann var 15 ára og var orðin sterkari en kerlingin. Ég er alveg með æluna í mallanum og tárin í augunum yfir þessu
Sigrún Friðriksdóttir, 16.10.2007 kl. 22:12
Auðvitað er þetta til en ég trú aldrei að það sé helmingur tilfella. Það bara getur ekki verið.
Halla Rut , 16.10.2007 kl. 22:33
Kíktu á fréttina.
Sigrún Friðriksdóttir, 16.10.2007 kl. 22:39
Er búin að senda þetta á MBL og vona að þetta komi í fréttum heima á morgun. Þetta er virkilga þörf vakning, því miður.
Sigrún Friðriksdóttir, 16.10.2007 kl. 23:17
Ég verð alltaf jafn sorgmædd þegar ég les um svona hluti. Takk fyrir pistilinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 23:21
Ég trúi þessu allveg og vona að þetta fari að opnast meyra í umræðuni , góð grein hjá þér systir mín og veit hvað það er erfit að lesa um svoan , en það er nauðsinlegt að tala um þetta .
Knús og klemm
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 17.10.2007 kl. 07:31
Ég get/vill ekki trúa því að nokkur móðir geti gert svona lagað...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.10.2007 kl. 11:16
Ég er ekki að trúa mínum eigin augum og get alveg sagt að nú sé ég við það að æla.
hingað til hef ég aldrei nokkurn tíman getað skilið að nokkur faðir gæti gert barni sínu slíkt og hvað þá móðir og ætla ekki að reyna að skilja það...
Ég einfaldlega skil ekki að fólk geti verið svona viðbjóslegt...
Vá ég er svo reið að ég ætla hiklaust að segja að þessi kvikindi séu réttdræp hvar sem í þau næst.
Annars knús á þig Sigrún mín.
Solla Guðjóns, 17.10.2007 kl. 12:40
Þetta er bara ógeð !!!!
Kvitt og Knús
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:50
Guð minn góður!! Ég er með ískaldan hroll um allan líkamann! Ég á þrjá syni og .........ojojojoj..má ekki til þess hugsa!
Ester Júlía, 17.10.2007 kl. 12:59
ógeðslegt ---- hroolllur ----
Margrét M, 17.10.2007 kl. 14:54
Mér finnst óhugnarlegt að þetta þyki ekki fréttnæmt á Íslandi, ég er búin að senda þetta á bæði moggann og vísir.is og ekki sé ég neitt um þetta þar. Ætli það sé enn einu sinni þetta er ekki svona hér þó að allt bendi til að það séu ansi lík tilfelli í fleiri löndum Evrópu að þá gerist þetta ekki heima Sorglegt að nota ekki tækifærið og opna umræðuna.
Sigrún Friðriksdóttir, 17.10.2007 kl. 18:45
Svo sannarlega þörf umræða og víst sá maður þetta með tvennuna sem þið kallið svo það vissu þetta allir hér og engin gerði neitt nú er hún dáin og ég sá hann á rangli í Kringlunni með örugglrga jafn fársjúkum einstaklingi og hann er ÞETTA ER SJÚKT!!! prófaðu að senda þetaa á dv.is þeir byrta margt sem aðrir vilja ekki koma nálægt.
Knús og klem mamma
mamma (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.