24.9.2006 | 20:23
Stutt vika :O
Hihihi bara stutt vika hjá mér, hef ekkert bloggað síðan á miðvikudaginn. En núna ætla ég að skella inn nokrum myndum frá herberginu hennar Siggu eins og ég var búin að lofa Heiðu systir og mömmu. Annars er helgin bara búin að vera fín. Frikki búin að uppgvöta að það er gaman að fara á djammið og í partý. Fór fyrst á föstudaginn í partý í Skipvert og drakk smá bjór og fanst alveg rosalega gaman, svo þegar að hann frétti að það væri partý í Mysen þá var hann alveg friðlaus að fá að komast þangað. Og þar sem hann er nú 17 ára á morgun og flottur og skynsamur strákur, þá keyrðum við hann og sóttum aftur. Þetta var rosaleg upplifun fyrir hann að fá að hitt krakka fyrir utan skólan og að það var ekkert skelfilegt þó að sumir yrðu fullir. Hann var búin að fá marga fyrirlestrana um allt sem má og má ekki og hvað maður á að forðast. Svo þegar ég sótti hann kl 1 í nótt, var hann bara hress og kátur og alsæll yfir að vera búin að uppgötva þennan heim. Svo verðum við bara að treysta á strákinn og vona að þetta verði ekki OF spennandi. En ég held nú að þetta sé aðalega nýjabrumið. Allavega sagði ég hátt og skýrt frá að ég ætla EKKI að vera að rúnta með hann um fylkið allar helgar í framtíðini Í kvöld átum við jólamat, Haukur kom í mat, ég varð að ath hvort ég kynni enþá að gera góðu jólasósuna áður en Heiða og Victoria koma um jólin
Og JÁ ég kann það mjög vel enþá. hihih Haukur sniðugur, svo hann þyrfti ekki að hneppa öllu frá passaði hann sig á að koma í joggingbuksum í kvöld
Jæja læt þetta duga ætla að reyna að henda inn einhverjum myndum. Bæ bæ Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vá þetta er bara frábært herbergi :) ég vill svona líka :) hehe . Mikið er gott að vita að ég fæ góðan jólamat :) var með svo miklar áhigjur :) hehe eða þanig . Þetta er búinn að vera skrítinn helgi hjá mér barnlaus og allt :) findið maður kann þetta næstum ekki :) .
Knús og klemm elska ykkur í ræmur og renninga :) og jólasósu :) Heiða og Victoría Rut
Heiða og Victoría Rut (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 20:48
Heheh nenni ekki ad gera annad svona kanski prinsessuherbergi hana Victoriu :) Ja eg gat ekki latid tig fara ad koma ut og borda avexti og jogurt :P
Sigrún Friðriksdóttir, 25.9.2006 kl. 04:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.