11.1.2008 | 23:21
Gleðilegt nýtt ár !! :)
Betra seint en aldrei segja fróðir menn, svo ég vill byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs árs og mikillar hamingju á nýju ári.
Af mér er það að frétta að ég er búin að vera reyklaus í heilan mánuð Búið að ganga alveg rosalega vel. Svo nú er ég ekki reykingarmanneskja lengur og ætla aldrei að verða það aftur. Nú jólin og áramótin komu og fóru eins og önnur ár en með miklum rólegheitum og í algjörri afslöppun langt upp í fjöllum, það var alveg yndislegt. Ég fór reyndar ekkert á neitt nema gönguskíði einu sinni, en við Ruud fórum með Guddu og Kenneth upp í lyftunni einn daginn og löbbuðum/renndi mér á rassinum niður Það var alveg frábært, geggjað útsýni og rosalega falleg náttúra.
En nú fer að styttast í Tælandsferð hehehe. Búin að kaupa sólarvörn, og Gudda sagði mér eftirá að við kaupum allt svona í Tælandi svo ég reikna með að ég sé bara tilbúin. Taskan á að fara tóm (fyrir utan bikiní og brók) Svo er maður vel marineraður af öllum sprautunum svo nú er allt klárt, vegabréfin endurnýjuð og miðarnir á sínum stað og bara beðið eftir að mamma og pabbi komi. Og þá fer ég þangað.....
hehehehe ætla auðvitað að gera ýmislegt fleira. Verðum 2 nætur í höfuðborg syndanna Bankok Svo nokkra daga í heimabænum Pattaya áður en við förum niður til þessarar Róbinson eyju Kho Chang og verðum þar í 4 daga og förum svo aftur heim til Pattaya og ég skal sko lofa því að það verður farið OFT í nudd, farið ennþá oftar út að borða og borðað MIKIÐ, drukkinn einhver bjór, ekkert reykt og skemmt sér óborganlega vel !! vúhúhúúúúú.
Ég fékk logg/bloggbók í jólagjöf þar sem ég á að skrifa eitthvað á hverjum degi sem verður örugglega ekki erfitt. Og ég lofa að vera dugleg og segja ykkur ferðasögur þegar ég kem til baka. En kannski með þessu bloggi sé letin farin af mér og ég fari að verða duglegri
Allavega, þá þykir mér alveg undur vænt um ykkur öll, kæru vinir. Risa knús og klem frá mér til þín
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman að loksins fá að lesa bloggið þitt.
Er búinn að hugsa nokkrum sinnum til þín.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 23:26
Ohh gott að vita þega einhver saknar manns Var að enda við að skrifa hjá þér
Sigrún Friðriksdóttir, 11.1.2008 kl. 23:34
Fróður maður eður ei..þá ætla eg að óska þér og þínum gleðilegs árs...Njótið ársins sem best hverjum og einum hentar.. en mæli með að þið lfi sér..then who?
Agný, 12.1.2008 kl. 06:32
Gleðilegt nýtt ár. Það verður gaman að fylgjast með þér á þessu ári.
Til hamingju með reykleysið. Góða ferð. Þetta er sko spennandi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.1.2008 kl. 11:28
Gleðilegt ogg gæfuríkt ár duglega reyklausa kona
Skemmtilegur tími framundan pælandi í Tælandi
Solla Guðjóns, 12.1.2008 kl. 14:06
góða freð til tælands, lítur alveg dásamlega út a myndunum.
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.1.2008 kl. 14:46
Gleðilegt ár og góða ferð og góða skemmtun
Agný, 12.1.2008 kl. 15:47
Gleðilegt ár. Gat ekki annað en hlegið að tilhugsuninni um þig á skíðum Því að þegar ég fór síðast á skíði var það með þér og við ætluðum aldrei að stoppa fórum reyndar bara eina ferð ég fauk (sneri þó fram)en rétt á eftir mér komst þú aftur á bak með rassinn á undan gargandi og gólandi. Verðum að prufa þetta aftur í ellinni elskan. Góða ferð
Harpa (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:23
Elsku dúllan mín nú er komin spenningur hér á bæ HE HE bara 6 dagar og við verðum í Norge gaman gamanhlakka til að sjá ykkur öll þangað til knús og klem til ykkar allra
mamma (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 00:10
Vá gleðilegt ár elsku dúllur . Já í mínum legg fjölsk koma bara falegar stelpur hver annari flottari og gávaðri .
Það verðu alveg frábært hjá ykkur á Tælandi og þú ert hetja að vera hætt að reykja frábært nýtur ferðarainar en þá meyra veit það .
knús og klemm
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 13.1.2008 kl. 16:31
Gleðilegt árið
Ólafur fannberg, 13.1.2008 kl. 17:31
Guð Harpa ég MAN þegar við fukum niður úr litlu sætu brekkunni sem okkur fannst vera rosa fjall hahahahaha. Og þvílíkt harðfenni hafði örugglega enginn upplifað, og ég man að þegar ég náði að snúa mér þá fór ég líka á rassinum niður með skíðin við hliðina á mér hahaha
Sigrún Friðriksdóttir, 13.1.2008 kl. 22:26
Gleðilegt ár elsku Sigrún mín. Knús og klem...og þrjátíu og einn koss.
Heiða Þórðar, 13.1.2008 kl. 22:47
Í víni leynist viska, í bjór er frelsi, í vatni eru bakteríur .... muna eftir þessu
gleðilegt ár og góða ferð ...
Margrét M, 15.1.2008 kl. 09:17
Gleðilegt ár Sigrún, og til hamingju með reykleysið, það er allt annað líf þegar maður nær að láta af þessum ávana, þekki það af eigin raun
Góða skemmtun í Tailandi, njóttu þess í botn!
Knús
Elín Björk, 20.1.2008 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.