28.2.2008 | 23:13
Annar kafli Tæland með myndum.
Við komum með leigubílnum til Pattaya, skoðuðum flotta húsið hans Margeirs og Sirrýar. Okkur langar ekkert lítið að verða nágrannar þeirra Þetta er alveg yndislegt lítið þorp rétt ofan við sjálfa Pattaya, margir yndislegir nágrannar og ekki minnst sjarmerandi röltið upp á veg og í heimsókn hjá stráknum sem við köllum hann. En það er maður á besta aldri sem er með ja best að kalla það búð hehe, en hann selur allavega bjór, vatn, snakk og bensín á brennivínsflöskum fyrir mótorhjóla stráka og stelpur. Þar er voðalega huggó að tillla sér og fá sér bjór og fara svo í að ná sér í far niður í bæ. Það gekk alltaf og yfirleitt mjög fljótt og þennan fyrsta dag okkar í Pattaya ákváðum við að nota jólagjöfina frá Guddu og Kenneth og fara í fótanudd, borða djúpsteiktar rækjur með bjór á ströndinni og sjá sólsetrið. MMMM við byrjuðum á því að panta okkur allavega mat fyrir 15 manns :) allt var svo girnilegt. Svo komu konurnar í röðum að punta mann, bæði á höndum og fótum og það var svo gott að ég sofnaði :) og missti af sólsetrinu :O
EN svo var rölt upp á Cheers og heilsað upp á Ian, englendinginn sem á Cheers. Rölt yfir götuna og heilsað upp á klæðskerann.
Svo fengum við okkur bjór og sendum svo Ruud og Kenneth að kíkja á Boystown. Það fannst þeim voða sniðugt hehe Svo var rölt um walkingstreet og kíkt aðeins á manlífið hihih allir voðalega ljúfir og yndislegir. Við keyptum miða með ferjunni til Koh Chang, versluðum við hvert tækifæri sem gafst og tókum svo svona bathbíl heim :)
Næsta dag var farið á fætur snemma og pakkað í bakpokann og lagt af stað í ferðalag í ferðalaginu :) Við tókum mótorhjólataxa fyrsta spottann og biðum svo eftir bílnum sem sækir okkur. Hann keyrði okkur í tvo tíma (með smá miskildu pissustoppi hjá mér) hehehe og þegar við komum á bryggjuna var báturinn alveg að fara svo við hlupum um borð. Svo var siglt yfir og við vorum komin á áfangastað. Nú var að finna nýjan bathbíl og keyra á hótelið. Vegurinn (sá eini) á eyjunni er mjög hlykkjóttur og brattur svo að sá rúntur var frekar spennandi og Kenneth hékk aftaná yfir fullum bílnum. Þegar á hótelið var komið var okkur sagt að það hefði orðið einhver misskilningur og við yrðu því að fara á annað hótel. Ég var nú alveg klár að rökræða þetta aðeins en Gudda stoppaði mig :o Svo við fengu drykk á meðan við biðum eftir bílnum sem átti að keyra okkur. Og þegar sá bíll stoppaði trúði ég ekki eigin augum,,,, þetta var þvílíkt lúxushótel og við fengu alveg frábærar svítur með eigin jakkúsípotti og allt. En ég tók meira að segja mynd af klósetpappírnum, því allt var svo flott og fínt og ég hef bara séð svona í bíómyndum. Svo þegar ég var búin að hoppa og skoppa allan hringinn (húsi var hringlótt) mörgu sinnum með myndavélina, var bikiníið grafið upp úr farangrinum og farið að leita að sundlaug. OMG ef þið hafið séð þætti eins og Paradise Iceland osv. þá var sundlaugin okkar svoleiðis. Þvílíkt, vatnið rann yfir kantana, sturtan var eins og foss að koma út úr fjallskletti, og auðvita bar og þvílíkt útsýni. Maður var staddur mitt inn í regnskóginum, sá nokkur stráþök og risa stór laufblöð. Þegar það var búið að skola af sér ferðarykið og leggja sig í kóngarúminu, var ákveðið að skella sér út. Tókum nýjan bath bíl sem misskildi okkur smá þegar við sögðust vilja fara á White sand beach sem er svona smá þéttbýli á eyjuni og keyrði okkur niður á strönd. Það var geggjað, algjör Robinson strönd, EKKERT fólk. Hengikoja á milli pálmatrjánna, og ótrúlegt sólsetur. Síðan var rölt upp á White sand og fengið sér að borða mmmmm Ruud fékk sér heilan fisk djúpsteiktan og fullan af kryddum hehe en ég kem betur að því í næsta kafla, sem verður um .................................................................................................heilbrigðiskerfið í Tælandi hahaha ( Þið hélduð ekki að við gætum farið til Asíu án þess að bera það saman við sjúkrahúsin okkar
Er með yfir 1000 myndir að velja úr til að setja hérna, það er ekki létt En allavega þá er Ruud að fara í bakaðgerðina á mánudag, frábært að fá þetta gert svo það sé hægt að fara að plana næstu ferð
En allavega dúllur, ha det så lenge knús og klem Sigrún
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 29.2.2008 kl. 04:33 | Facebook
Athugasemdir
Vá þvílík dásemd.......sem þið sannarlega verðskulduðuð......
Bensín á brennivínsflöskum heheh......
Já og hvernig er misskilið pissustopp?????
Æjj þú segir svo æðislega frá...
Knús á þig ástin.
Solla Guðjóns, 29.2.2008 kl. 00:06
Hmmm rútan átti sem sé að vera 2 tíma frá Pattaya til bátsins sem við fórum með. Svo vorum við búin að keyra í ca klukkutíma og korter þegar ég segi við Guddu á íslensku ég er að PISSA í brækurnar !!!! Og akkúrat þá stoppar rútan til að ná í fleiri túrista og ég hélt að hann væri að stoppa fyrir mig og hoppa yfir sætaröðina fyrir framan mig (var svona minibus) og svo yfir eina litla sæta tækonu sem kallar á eftir mér inn there !! Og þar er ég stödd hálfnuð að pissa þegar ég fatta að ég er á prívat klósetti með nærfötunum frá konunni sem ég hoppaði yfir á leiðinni út, svo ég flýtti mér bara að þurrka og hljóp út aftur, þar sem mér var sagt að þetta var ekki pissustopp Yndislegt fólk Tælendingar
Knús til baka dúllan mín
Sigrún Friðriksdóttir, 29.2.2008 kl. 00:23
Þú ert æði.
Solla Guðjóns, 29.2.2008 kl. 00:30
ooo ædi! se ykkur alveg fyrir mer skellihlægjandi i minibussinum
Knus
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 29.2.2008 kl. 09:05
Ég er búinn að lesa og skoða þessar frábæru myndir... flott klósettpappír
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 00:55
þetta hljómar bara alveg frábærlega !!!!
Blessi þig á laugardagskvöldi !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 19:03
Rosalega var flott á hótelinu og mikið held ég að þetta hafi verið mikil æfintýraferð og skemmtileg. Þetta er allveg draumur, Þangað langr mig.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.3.2008 kl. 22:48
þetta hefur greinilega verið yndisleg ferð
Margrét M, 2.3.2008 kl. 09:33
Jesus - þvílíkt ævintýri. Gaman að sjá myndirnar af ykkur kæru vinkonur. Hilsen frá klakanum þar sem aldrei ætlar að hætta að snjóa
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, 2.3.2008 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.