Snorkling- undra furðuverka ævintýri.


DSCF6496

 

 

 

Daginn sem við fórum að snorkla var Ruud minn veikur og var búin að vera vakandi alla nóttina. Svo þegar ég vaknaði og hélt að ég þyrfti að fara með hann til læknis, varð ég himinglöð þegar að hann sagðist ætla að sofa og ég ætti bara að drífa mig.W00t Ég tók hann svo á orðinu að ég hoppaði afturábak út úr húsinu okkar, fór á veitingarstaðin og fékk mér morgunverð og sat bara og drakk kaffi og beið þegar Gudda og Kenneth komu út. Ég var með fiðrildi í maganum, mig bæði hlakkaði til og kveið fyrir að fara að sulla úti á ballarhafi með einhverja pípu í kjaftinum.Sick EN svo kom nú bíllinn og Bíba. Bíba var fararstjórinn okkar í snorklingsferðinni. Það er lítill maður með stóra nærveru,Bilde 485 yndislegur. Við keyrðum niður á bryggju og fylgdumst  með þegar það var verið að setja spíttbátana á sjóinn. Það var búið að vera svolítill vindur um nóttina og smá alda, en Bíba átti von á að það mundi nú lagast með deginum sem reyndist hárrétt. Svo var nú klifrað um borð, og gefið í. Útsýnið frá bátnum ólýsanlegt, rosalega há fjöll með regnskógum frá toppi til táar. Og margar litlar eyjur allt um kring. Við sigldum góðan klukkutíma áður en við komum að fyrstu eyjunni sem við áttum að snorka við. Ég ákvað að hafa á mér flotvesti svona "just in case" svo var froskalöppunum troðið á, gleraugun mátuð og svo var bara að láta sig gossa. Og viti menn sjórinn var heitur W00t Heitari en sundlauginni W00t Nú svo var að skola munnstykkið og prófa. Blub blub blub og vááá þvílíkur heimur sem mætti mér. Hvernig gat þetta verið, ég hafði ekki séð né heyrt þetta áður. Það var svo mikil þögn, algjör þögn, meira að segja hugsanirnar mínar sem aldrei þegja þögnuðu. Þetta var hljóðlaus heimur. AAHhhhhh það var svo gott að heyra þögnina að það tók mig augnablik að byrja að horfa í kring um mig. Og þá byrjaði ég að segja VÁÁÁ í grímuna og drekka sjóinn Wink Það var frekar lítið skyggni svo við Gudda létum okkur fljóta upp að klettunum og náðum akkúrat að synda út áður ein aldan skellti okkur uppá land. En þvílík veröld þarna niðri, ég er alveg viss um það að þeir sem gerðu fyrstu bíómyndir um geimverur hafa verið snorklarar. Að sjá lífið og samfélagið sem bjó þarna. Þarna voru þeir í öllum lituIMG_7427m, stærðum, og þjóðarbrotum með mismunandi trúarbrögð og syntu bara hver um annan eins og ekkert væri. Einn og einn var kannski étinn en friðurinn og róinn breyttist ekkert við það. Svo var ég nú alveg að ná tökum á þessu, búin að fá einn krampa í fótinn og þá var tími til komin að fara aftur í bátinn. Nú var siglt að næstu eyðieyju og við fórum í land. Þar fengum við hádegismat, syntum meira í sjónum borðuðum ananas og melónur. Sáum hana og hænu á eyðieyjunni. Syntum meira og æfðum okkur í að fljóta mmmmm himneskt líf. Nú var komin tími til að fara aftur í bátinn. Ég sagði við Guddu að ég væri ekki viss hvað ég treysti mér til að snorkla oft út af bakinu, en þegar báturinn stoppaði hoppaði Gudda fyrst og ég rétt á eftir. Það er bara ekki hægt að missa af neinu þarna. IMG_7407Nú var sjórinn kristal tær. Þvílík litadýrð, neon bleikt, neon grænt neon blátt og bara name it og það er þarna. Svo fengum við að gefa fiskunum hahahaha settum hrísgrjón í lófana og leyfðum litlu sætu Nemóunum að koma og borða hjá okkur. Pínu nart hihi Hmm svo voru nú grjónin búin og við fórum að gefa þeim ananas. Ég var svo töfruð af þessum litlu sætu fiskum að ég var ekkert að spá í að það voru líka aðeins stærri svangir fiskar að bætast í hópinn. Hélt bara stolt í minn ananas og spjallaði við gúblígúbl. En svo allt í einu beit einn stór mig (hann var kannski 20 cm)og ááá ég henti ananasnum mínum mér brá svo, fór svo upp alveg öskureið út í sjálfa mig fyrir að vera svona mikil skræfa hahahah en það var bara náð í meiri ananas og haldið áfram. Ég get svarið það að ég held að ég hefði geta snorklað ALLAN daginn. Fjöllin og firðirnir og húsin og íbúarnir heilluðu mig svo. Allt í einu kemur heil torfa af litlu næstum glærum fiskum og synda í eina áttina og þvert á þá koma stærri bláir fiskar og þú ert mitt upp í þessu, þeir synda allt í kring um þig og ruglast ekki einu sinni á því í hvaða röð eða átt þeir voru að fara. Ég aftur á móti veit ekki hvað snýr upp eða niður og ennþá síður í hvaða átt báturinn okkar er :) Þetta er ein af ótrúlegustu upplifunum sem ég hef haft. Var búin að skoða myndir af þessu oft að mörgu sinnum, en þessu er ekki hægt að lýsa, þó ég hafi nú eitt heilu bloggi í þetta Tounge þetta þarf að upplifast. Svo nú skora ég á alla sem ég þekki að prufa og nú skil ég sko hann Fannberg bloggvin betur, ætli maður prufi ekki köfun næst :) Ég var nú búin að ákveða að hafa engar myndir með og bara setja inn albúm, en svo var þetta allt of grá og litlaus Tælandsfærsla að ég stóðst ekki mátið að skella nokkrum inn. En svo ætla ég að setja upp albúm með fleiri myndum.

En núna er ég búin að keyra Ruud til Osló, hann verður skorinn í fyrramálið. Annars er bara allt við það sama hér, ég held mér sprækri á að skrifa og endur upplifa ferðina Tounge
'Astarkveðjur og knús, Sigrún.

P.S Það er alveg óhætt að kvitta, ég er alltaf að frétta af fólki sem ég þekki sem er að lesa og þætti voða gaman að fá þó ekki væri meira en lítið kvitt Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef aldrei fundið neina lögun til þess að kafa eða snorka.. eftir að hafa lesið þetta, er ég komin með markmið.

Flott færsla.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Frábært Gunni, það er ótrúlegt að heyra í þögninni og verða eitt með náttúrunni á þennan hátt

Sigrún Friðriksdóttir, 2.3.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vill upplifa þetta einhvertímann

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 20:22

4 identicon

Það er alveg magnað að lesa færslurnar þínar elskan jafnvel þó þú hafir verið búin að segja okkur undan og ofan af þessu öllu,hafði samt ekki heyrt þessa um pissustoppið við veltumst um af hlátri þegar við lásum það he he     haltu áfram svona elskan þér veitir ekki af að dreyfa huganum núna ástar og baráttukveðjur vonandi gengur allt vel með Ruud og þið eigið eftir að fara í margar tælandsferðir í framtíðinniknús og klem mamma

mamma (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Ólafur fannberg

flottar myndir Á eftir snorkinu kemur alvöru köfun hehe  Scuba Diving

Ólafur fannberg, 3.3.2008 kl. 08:13

6 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Vá ég verð greynilega að fara að æfa snorkl og froskalapir hhee

Vona að aðgerðin gangi vel og allt .
Elska ykkur í snorkl og nemó hehe

Klemm  og Knúss

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 3.3.2008 kl. 21:16

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Mig hefur alltaf langað að prófa þetta og það verður gert..............þvílíkar myndir og frásögn .......þú tekur þig líka skemmtilega út í munderingunni.......

Segi bara VÁ!!!!

OG

Solla Guðjóns, 5.3.2008 kl. 02:09

8 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Thu ert nu alveig frabær "penni" stelpa! Vona ad adgerdin hafi gengid vel hja Ruud... bid ad heilsa

Klem

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 5.3.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband