7.11.2006 | 15:03
Hroki eða hvað ???
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1233238
Ég verð alltaf jafn hissa, nei eiginlega hneiksluð á þeim rétti sem Íslendingar taka sér í að skýra upp lönd, þjóðir, staði og fólk. Stundum þarf ég að fara á norska fréttamiðla til að vita hvaða lönd er verið að tala um. T.d. Kænugarður það tók mig þó nokkurn tíma að fatta að það var Kief, og ekki síður þegar fólk er rétt og slétt skýrt upp á nýtt eins og prins Játvarður (Edvard) og svo eru dæmin endalaus. Ég er Íslendingur og er stolt af því og líka af því hve vel við höfum varðveitt tungumálið en mér fynst þetta samt vera bæði hrokafullt og frekja. Og kanski furðulegt að Aftenposten kallist ekki Kvöldblaðið í þessari frétt. Mér hefur oft verið hugsað til útlendinga sem flytja til Íslands, mikið rosalega hlítur að vera erfitt að skilja fréttirnar þegar alltaf er verið að tala um allt aðra staði og nöfn en annar staðar í heiminum. Ég veit allavega að ég skil ekki helmingin í þessi fáu skipti sem ég kem "heim" og horfi á fréttirnar.
Látið nú í ykkur heyra !!!
Kær kveðja Sigrún.
P.S eginlega stórfurðulegt að forsetafrúin heiti enþá Doritt en ekki Dóratea eða bara kanski Hallgerður !!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:24 | Facebook
Athugasemdir
Dóratea eða bara Dóra
Ólafur fannberg, 7.11.2006 kl. 15:25
allar þessar þýðingar sem þú tekur sem dæmi eiga alveg rétt á sér. Nafnið Edward er nákvæmlega það sama og Játvarður, nema að Játvarður er eldri útgáfan og það hjálpar fólki kannski að fá tilfinningu fyrir sögunni ef einstaka sinnum er þýtt á þennan hátt. Og Kænugarður er mjög fornt heiti á Kiev. En reyndar deili ég almennt með þér þessari hneykslun þegar verið er að þýða upp nöfn á frægu fólki - man eftir því þegar Michael Jackson var alltaf Mikkjáll, ekkert smá pirrandi.
halkatla, 7.11.2006 kl. 15:29
Mér fynst hún þá bara alveg eins geta heitið Sigrún, ég sé ekkert samhengi í að heita Edvard og vera kallaður Játvarður
Sigrún Friðriksdóttir, 7.11.2006 kl. 15:30
þetta er náttúrulega argasti hroki en hann er eflaust velmeintur
halkatla, 7.11.2006 kl. 15:31
Hahaha allveg sammála nr 5
Sigrún Friðriksdóttir, 7.11.2006 kl. 15:39
Ég er hins vegar mjög ánægður með þessa íslenskun sem á sér stað. Hins vegar eigum við að nota þetta varlega og aðeins það sem er fast í málinu. Þrándheimur, Játvarður og Kænugarður eru þar með talin.
"Sextán slösuðust í Neverdal á mörkum Heiðmerkur og Syðri-Þrændalögum"
Þessi setning er hins vegar algjörlega út úr öllu korti. En borgir eins og London eiga að vera Lundúnir, Köben Kaupmannahöfn, Brimarhólmur og Nýja Jórvík... og Istanbul eigum við að kalla eftir hinu forna nafni staðarins, sem er Mikligarður, og er getið í Njálu!!!
Sveinn Arnarsson, 7.11.2006 kl. 16:08
Hvar er Brimarhólmur og Nýja Jórvík ????
Sigrún Friðriksdóttir, 7.11.2006 kl. 16:36
ja... er þá Reykjavík = Smokecity?
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 7.11.2006 kl. 16:38
Þó að New York hafi einhvertíman verið kölluð Nýja Jórvík þá er það ekki nafnið á borgini í dag. 'Eg segi ekki að ég sé nokkur tungumála sérfræðingur LANGT Í FRA. En mér fynst það hroki og frekja að kalla t.d son þinn 'Olaf þegar hann heitir Geir. Mér fynst þetta sami hrokin þegar þetta á sér stað um nöfn á borgum, þjóðum og fólki. Og ég er ansi hrædd um að Íslendigar yrðu æfir ef aðrar þjóðir færu að skýra t.d Reykjavík og aðra staði og fólk eftir sínu tungumáli.
P.S ég skrifa ýmist Noregur eða Norge allt eftir í hvaða samhengi ég er að nota orðið.
Sigrún Friðriksdóttir, 7.11.2006 kl. 17:15
Í Svíþjóð heiti ég Gunnar... Á íslandi heiti ég: Gunnar, Gunni, Gunna.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.11.2006 kl. 17:19
Ég er alls ekki á móti íslenskum orðum, það eru nafnabreytingar sem ég er að láta pirra mig
Sigrún Friðriksdóttir, 7.11.2006 kl. 20:06
Ég var búin að sjá fyrir mér lítið sjávarþorp með litla sæta smábátarhöfn á Íslandi sem hefði fengið þetta sæta nafn
Sigrún Friðriksdóttir, 8.11.2006 kl. 00:03
Talaðu nú ekki um bækur, haha fékk 4 júlí eftir James Patterson í íslenskri þýðingu í sumar. Góð bók og fínasta afþreying en guð min góður þýðingin á köflum, svaka hasar eltingarleikur og svo öskrar löggan "stansið NÚNA" ég hélt ég myndi pissa í mig á köflum af hlátri hahahaha var að þýða það sjálf yfir á ensku til að komast í stuð í bókinni.
Sigrún Friðriksdóttir, 8.11.2006 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.