Ekki hugsa !!!!

Nú er góð helgi að baki, skelltum okkur upp í Finnholt til Guðnýar og Árma og þar er af nógu að taka, maður þarf ekkert að sitja á rassinum og vera þunglyndur þar, svo mikið um að vera í sveitinni alltaf Wink Allavega naut ég þess alveg í rendur og ræmur að geta bara djöflast svolítið og hugsa EKKERT og ekki var verra að vera með litlu Sigrúnu (jafn stór og ég bara MIKIÐ yngri) Hún lagaði þennan dýrindis mat handa okku á sunnudaginn sem var feðradagur hér í Noregi, og var svo búin að baka jarðaberja ostaköku mmmmmmmW00t Svo ætlar hún og kærastinn að koma hingað á miðvikudag og vera í viku. En ég ætla að stinga af um helgina og fara aftur í Finnholt og EKKI hugsa Whistling Gerir manni svo gott að fá smá frí fra öllu.

Hef auðvitað ekkert meira að segja þar sem ég hef ekkert hugsað um helgina, en það var gaman að fá kveðju frá Möggu Jóhanns, geturu ekki sent mér e-mail á sigrun@tele2.no og þá getum við spjallað betur Magga ?

Læt þetta duga dúllur, kær kveðja Sigrún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.11.2006 kl. 22:25

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt en útskýtðu Finnhlotl fyrir mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.11.2006 kl. 23:59

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Frændi minn er með Íslenska hesta á gömlum sveitabæ í sveit sem heitir Finnholt. Og þar ÞARF að gera svo margt og mikið á bænum til að koma öllu í stand að þar hef ég ekki tíma til að vera að hugsa og vorkenna sjálfri mér neitt  

Sigrún Friðriksdóttir, 14.11.2006 kl. 00:03

4 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt kvitt góð mynd af tígra

Ólafur fannberg, 14.11.2006 kl. 08:01

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Takk Fannberg, hann er svoldið ég og restin er   Kanski við séum fjarskyld

Sigrún Friðriksdóttir, 14.11.2006 kl. 09:40

6 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég er sammála því; það er mjög gott að hugsa ekki. Að moka skít er t.d. mjög gott til að hreinsa hugann.

En segðu mér Sigrún; hvernig fer ég að því að setja dót svona hægra megin við textann eins og þú ert með hérna á síðunni?

gerður rósa gunnarsdóttir, 14.11.2006 kl. 10:15

7 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hæ Gerður. Ég fór inn á útlitstillingar og velja þema og valdi Machester( oooðððð  hata fótbolta), svo breytti ég myndinni á hausnum. 'Eg varð að velja þema sem er með uppsetningu báðu meginn Gangi þér vel og ef þú lendir í vandræðum sendu mér e-mail og ég reyni að hjálpa þér í gegn um það. Kveðja Sigrún.

Sigrún Friðriksdóttir, 14.11.2006 kl. 10:21

8 Smámynd: Ólafur fannberg

jamm aldrei að vita gætum verið fjarskyldar

Ólafur fannberg, 14.11.2006 kl. 11:50

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk fyrir svarið Sigrún mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.11.2006 kl. 13:16

10 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Njóttu þín i sveitinni stelpa!

L U

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 14.11.2006 kl. 20:15

11 Smámynd: Margrét M

kvittingur 

Margrét M, 15.11.2006 kl. 08:38

12 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Takk. Kíki á þetta. Og hafðu það gott í sveitinni.

gerður rósa gunnarsdóttir, 16.11.2006 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband