27.4.2006 | 21:53
Komin heim.
Jæja þá erum vid komin heim
Æðisleg ferð að baki, en alltaf gott að koma heim til sin aftur Fórum fyrst til Vestmannaeyja, eftir viðkomu hja mömmu i ala læri og pasta hja Ólu og Inga Þór.
Frábært að vera í eyjum, rosalega skemmtileg páskaeggjaleit med gelti, mjálmi, jólaóskum og símaati hihihi eins og eyjarpeyjum og pæjum er von og vísa. Ekki var nú hættan á að maður missti einhver kílóin þar, endalaus veislumatur + fullt af íslensku nammi og páskaeggjum.mmmmmm. Ég og Sigga snérum svo aftur á fastalandið á mánudeginum á medan Ruud varð eftir til ad negla nokkrar spítur med Gunna og leika sér svoldið med laiserinn sinn
Vid fórum á hótel mömmu og höfðum það gott. Á miðvikudaginn var ég dreginn í smáralindina í hjólastól hihihi í mjög svo skemmtilega verslunnarferð med systrum og mömmu. Keypti mér þar ámeðal þennan lika flotta sumarkjól sem ég var svo ánægð med þar til Ruud kom heim og sagði mér að sér fyndist þetta nú vera eins og óléttukjóll huuuu honum skilað (kjólnum sko) Var svo um kvöldið og nóttina hja Heiðu minni og dætrum Frábært. Einar vinur minn kíkti í kaffibolla og pólitískar umrædur á medan lesið var í dósir og glös Frábær heimsókn!!!! Takk takk Heida mín !!!
Svo kom Ruud heim frá eyjum og við í svaka matarboð hja Helgu og Krumma. Þriggja rétta kvöldverda að hætti húsins Mjög huggulegt kvöld og synd ad þad líði 5 ár á milli svona endurfunda !!!
Svo rann nú upp langþráður laugardagur med rigningu, roki og smá éljum að ógleymdri sólarglætu . Allir puntudu sig, og haldið var í myndartöku hjá Sollu. Við auðvitad öll þrælvön, nema Ruud greyid sem skildi ekkert í þessum látum og hamagangi Og Victoria sem stóð sig vel en fanst þetta bara ekkert fyndið
Þá tók nú við veisla aldarinnar. Algjör drauma veisla !! Edda frænka sagdi okkur sögur af prakkarastrikum tvíburana. Rúnar Þór frændi söng eins og engill, svo ég fékk tár í augun og hlínaði um hjartarætur Frábært að fá að sjá strákinn svona LIVE Svo las Laeila upp nokkur gullkorn frá okkur systkinunum med glæsibrag. Og hún mamma mín töfraði auðvitað fram þvílikar gúmmuladi veitingar eins og henni einni er lagið !!!! Ég hitti ættingja sem ég hef ekki séd í 30 ár. Og hann pabbi minn var alsæll Dagur sem við komum til med að muna lengi !!!
Um kvöldið komu svo Siddý og Gunni, Heiða og dætur og vid saman heima hjá mömmu og pabba þar sem gamla manninum var sungin alveg einstaklega skemmtilegur bragur samin af eyjahjónum
Á mánudaginn var mér og Siggu svo boðið í mæðrablessun hjá Lindu og hennar ófædda barni. Tað var yndislegt kvöld og kom mér á óvart Takk fyrir ad bjóöa mér að vera með
Síðasta kvöldið var svo skravlað með mömmu, pabba, Laeilu og Guðný um landsins gagn og nauðsynjar fram á morgun hihihi ekki leidinlegt tað
Þegar þetta er skrifað fynst mér nú alveg med ólíkindum hvað maður gat gert og upplifað í því ástandi sem maður var í hihihi Frábært að fá svona mikid út úr tessu !!! Ég vill þakka allri fjölskyldunni fyrir frábærar stundir!!!!!!!!!!!!!!!
Þegar við komum heim í nótt, var talvan hruninn og nú sit ég nidri hjá Frikka mínum og FÆ fyrir náð og miskun að nota hans tölvu, þar sem hann er ad læra undir stærðfræðipróf sem hann fer i á morgun.
Læt tetta duga í bili, ég er svo þreitt núna og í dag ad það er eins og við höfum verið að koma úr heimsreisu með árabát
Kær kveðja Sigrún.
Athugasemdir
Elsku systir og fjöls :) það var alveg frábært að hitta ykkur og hafa hjá sér þessa daga :) gott að vita að þið eruð komin heim heil og ekki heil . Er viss um að Tommi greyið er alveg í sælu vímu að vera búinn að fá ykkur :) knús og kossar í kökur og páskegg og allt þar á milli :) love yous Heiða og co
Heiða,Victoria Rut,Lilja Rós og Guðný Ósk (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 20:23
ég er að koma, ég er að koma jájájá ;);) hmmm hljómar kannksi illa en ég er samt að koma... til noregs!! ;) lovjú ;**
Guðný Ósk Jensen, 30.4.2006 kl. 16:15
Hehe heil og ekki heil :) Enn allavega Tommi alsæll og ástsjúkur :) Frábært ad vera med ykkur øllum lika !!
Já Gudný tú hefdir bara átt ad skrída í vasan hja mer hihihi Sjáumst eftir 8 daga :)
Elska ykkur øll i køkur og páskaegg sem eg er svo fulla af ad eg get ekki bordad tad aftur hihihihi
Sigrún Friðriksdóttir, 2.5.2006 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.