4.1.2007 | 23:21
Hangið í bjartsýninni.
Jæja það þurfti ekki að bíða lengi eftir að fá að reyna á það sem ég sagði í nýjársblogginu. 'Eg vaknaði jákvæð (með smá hnút í mallanum) til að koma skvísunni í skólann, það gekk eithvað erfiðlega svo ég skellti mér bara út í bíl á náttfötunum og skuttlaði henni ( ca 100m) Og þegar þangað var komið sat allt fast og hún vildi ekki inn. Þá gerði ég eithvað sem ég hef aldrei gert áður, hringdi í skólann, sagðist vera úti á bílastæði og hún vildi ekki koma inn. O ekkert mál við sækjum hana Ok skólahjúkkan kom og spjallaði við okkur í bílnum og bauð mér inn í kaffi, sem ég afþakkaði í nýju köflóttu karlanáttfötunum mínum En skvísan samþykkti að fara með henni og spjalla og þær ætluðu að reyna að ná í einhvern sem gæti hjálpað okkur/henni. Í stuttu máli, fór stór bolti að rúlla, er búin að fá allavega 6 símtöl frá mismunandi starfsmönnum skólans og allir að vilja gerðir að NÚNA verðum við að fá hjálp. Hahahaha ég er bara búin að vera að arga og garga i 4 ár en ok verum bjartsýn kanski þegar hjúkkan og fleiri eru búin að sjá vanlíðanina hjá henni, sem ég sé á hverjum degi og þarf að reyna að peppa hana upp til að fara í skólan á hverjum degi fara hlutirnir að gerast hraðar og kanski öðruvísi. Allavega verður þessi mánuður og næsti frekar spennandi. Svo nú er bara að "keep it cool" og væla nóg um að ég bara geti þetta ekki án aðstoðar og sjá hvort að það hoppi ekki álfar og tröll út úr hverjum hól til að hjálpa til
Allavega ætla ég að vakna jákvæð aftur í fyrramálið (og ef þarf) fylgja henni að skólabílnum sem sækir hana í sérdeildina. Svo ætla ég að kveðja elsku systir mína og litla ljósgeyslan minn, veit að þeim er sárt saknað á klakanum, annars hefði ég tekið þær í gíslingu hihihi, Nei búið að vera alveg ómetalegt að fá að hafa þær hér hjá okkur bæði jól og áramót og alla dagana inn á milli
Læt þetta duga í bili, bjartsýniskveðjur Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 6.1.2007 kl. 01:33 | Facebook
Athugasemdir
gaman að heyra i þér á nýju ári Hvernig er Norge? Læt kannski verða að því að heilsa uppá Noreg og Sviþjóð á nýju ári Gefa norðurlöndunum sjéns
Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 23:27
Fínt í Norge ekki búin að vera neinn vetur og ég farin að sjá vorið nálgast. Getur auðvitað komið smá kvellur enþá en þeir eru að spá heitasta ári ever I love it Hér er líka mikið köfunarlíf sá ég þegar ég kíkti á linkin ég sendi þér. EN ég þekki ekki kafra hér sjálf.
Sigrún Friðriksdóttir, 5.1.2007 kl. 00:05
það eru nefnilega kafarar bæði í Noregi og í ríki Svía sem eru að reyna fá mig yfir hehe
Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 00:08
Úfff gott að þú færð loksins hjálpina! Fjögur ár er OF langur tími .
Og hvað segja norsararnir aftur ... Klem og kyss ?
Ester Júlía, 5.1.2007 kl. 00:38
Takk Ester
Klem og kos segjum við hér
Sigrún Friðriksdóttir, 5.1.2007 kl. 06:38
oooo,, þekki þetta að berjast við að fá hjálp í skólanum, mið strákurinn minn(16 ára) er ofvirkur með athyglisbrest , almenna námsefiðleika og lesblindu að verstu gerð.. Allan grunnskólan þurfti að berjast með kjafti og klóm til að fá einhver úrræði sem fengust yfirleitt á endanum en svo kom að FS og þá versnaði málið heldur betur hann fór eina önn í fornám og gafst svo upp nú um jólin og er farin að vinna ..það eina sem FS vildi bjóða honum var að fara í fornámið eða fara í sérdeildina í FS en námsráðgjafinn benti honum á að þar væru aðalega þroskaheftir ...ekki eru þau úrræði til fyrirmyndar fyrir fólk með eðlilega greind en svona mikla efiðleika...þá er ekkert annað en að líta á björtu hliðarnar , kanski fer hann aftur í skóla seinna ????????????
Margrét M, 5.1.2007 kl. 08:59
OOhh Magga ég veit svo alltof vel hvernig þetta blessaða skólakerfi virkar á Íslandi. Var þar með son minn þá greindan með ofvirkni með athyglisbrest, aðskilnaðarkvíða og allt sem nöfnum tjáði að nefna, líka geðveika mömmu haha. En þegar við komum hingað var hann sjálkrafa sendur í greiningu og greindist þá með Asberger heilkenni og ADHD og átti í miklum erfiðleikum í skóla.Þetta var ein af fleiri ástæðum að ég vili flytja frá Íslandi og kem aldrei til með að setja börnin mín í hendurnar á neinum þar aftur.Í dag er hann á öðru ári í frammhaldskóla og stendur sig mjög vel. Ég er búin að fá mjög mikla og góða hjálp fyrir hann, en svo er stelpan í öðrum skóla og þetta minnir mig ansi mikið á Ísland þar, ekkert hlustað á okkur sem þó þekkjum hana best. En nú á að fara í gang sama batterý og fyrir strákinn svo nú er bara að bíða og vona, ætla ekki að leyfa neinum að brjóta mig niður í þetta skiptið !!!
En ekki gefast upp með strákin þinn það eru alltaf einhverjir möguleikar á að hann fynni nám við sitt hæfi, nú eða góða vinnu Lykke til !!!!
Sigrún Friðriksdóttir, 5.1.2007 kl. 09:42
Hell no....hef aldrei gefist upp fyrir þessu kerfi ...
jamm Sigrún .veit að það er einhver skóli í Rvk sem hefur verið góður í þessu ,man ekki í augnablikinu hvaða skóli en það þýðir að drengurinn þarf að flytja til mín og fara langt frá kærustunni og það er víst ekki á óskalistanum hjá honum ,erfitt að vera unglingur ,en hann er komin á þann aldur að hann verður að hafa eitthvað um þetta að segja ,og manni getur gengið vel í atvinnulífinu þó svo að maður hafi ekki farið í framhaldsskóla . En þá þarf maður smá heppni nú til dags Ég treysti á slíka heppni fyrir drenginn minn he he það virkaði fyrir mig ,ég er í góðri vinnu ágætlega launaðri .heppin ég með það,. það er bara nauðsin að vera JÁkvæður þó að á móti blási ..
þú bara lætur liðið heyra það og stappar á því þar til að það skilur að þið þurfið hjálp , það var sagt við mig að það væru svo margir sem þyrftu hjálp og ég sagði þeim að ég væri að berjast fyrir mitt barn hinir foreldrarnir gætu barist fyrir sínum börnum sjálfir .og þá fór eitthvað að gerast ..he he virkaði að vera pínu nastí he he
Margrét M, 5.1.2007 kl. 10:19
Mikið var þetta gott hjá þér Sigrún mín. Það er ekkert grín að berjast við kerfið, hvort sem það er hér eða í Noregi. Þufti líka að berjast við það en rakst bara á veggi. Mitt barn var þá eldra en þitt og mín saga er önnur en þín en ég veit að þetta er ekkert grín. Gangi þér vel. Eitt er víst að við komum sjálf sterkari út úr erfiðleikunum en hjálp átt þú að fá endregið. Mínar bestu hugsanir eru hjá þér. Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.1.2007 kl. 13:15
Við þurftum að berjast lengi við kerfið hér í Svíþjóð. Núna virkar allt mikið betur, en við þurfum samt að vera á varðbergi allann tímann.
Ég hef raunvörulega ekki mikið að segja nema: Ég skil þig SVO vel... Knús
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2007 kl. 14:18
Takk fyrir öll góðu kommentinn. Mér fyns rosalega gott að geta komið þessu frá mér en fynst mikilvægt að reyna að halda í húmorinn Og Guðmundur maður gerir ALLT sem þarf fyrir börnin sín, ég er ekki sú sem gefst upp og flý land en það var bara eithvað sem ég vissi að væri rétt, bæði fyrir þau og mig Og er óendanlega þakklát fyrir hjálpina sem ég hef fengið fyrir son minn. Það er allveg víst að hann væri ekki í framhaldsnámi á Íslandi. En vonandi breytast hlutirnir þar líka.
Sigrún Friðriksdóttir, 6.1.2007 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.