6.1.2007 | 01:38
Fínn dagur í dag :)
Að því undanskyldu að ég varð víst að leyfa systir minni og litlu frænku að fara úr landi áður en þær yrðu sóttar með valdi hihi Snúllan fór í sérdeildina og stóð sig vel í dag, ég verslaði tölvu og sólarlandaferð fyrir 4 á netinu fyrir nágrannan hahaha. Gaman að eyða annara manna peningum, en hefði alveg verið til í smá ferðalag. En árið er rétt að byrja og aldrei að vita nema maður komist til Thailands í ár
Svo þegar fór að líða á daginn kom snjór búið að bíða eftir því allan tíman sem Victoria var hér að fara að út að renna á sleða. Og þær voru rétt lentar á Íslandi þegar allt varð hvitt hér. Ég hef nú enga trú á því að þessi fönn tolli lengi en það er voðalega bjart og fallegt úti núna
Svona englaveður.
Læt þetta duga í bili kæru vinir, kær kveðja Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
snjór hvað er það?
Ólafur fannberg, 6.1.2007 kl. 03:34
Alltaf gaman að kíkja við hjá þér
en ég segi nú eins og Ólafur "snjór hvað er nú það"?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.1.2007 kl. 08:29
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.1.2007 kl. 13:15
Vííí. Snjór það er langt síðan ég hef séð hann hérna í Stavanger allavegana. En ég er svosem alveg sátt við það, allavegana þar til við erum búin að setja vetrardekkin undir bílinn.
.
Bestu kveðjur frá Stavanger
Kolla
Kolla, 6.1.2007 kl. 13:46
Þú hefur alltaf eithvað fallegt að segja Jórunn, takk fyrir það
og ykkur öllum auðvitað sem kvittið 
Sigrún Friðriksdóttir, 6.1.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.