6.1.2007 | 01:38
Fínn dagur í dag :)
Að því undanskyldu að ég varð víst að leyfa systir minni og litlu frænku að fara úr landi áður en þær yrðu sóttar með valdi hihi Snúllan fór í sérdeildina og stóð sig vel í dag, ég verslaði tölvu og sólarlandaferð fyrir 4 á netinu fyrir nágrannan hahaha. Gaman að eyða annara manna peningum, en hefði alveg verið til í smá ferðalag. En árið er rétt að byrja og aldrei að vita nema maður komist til Thailands í ár
Svo þegar fór að líða á daginn kom snjór búið að bíða eftir því allan tíman sem Victoria var hér að fara að út að renna á sleða. Og þær voru rétt lentar á Íslandi þegar allt varð hvitt hér. Ég hef nú enga trú á því að þessi fönn tolli lengi en það er voðalega bjart og fallegt úti núna Svona englaveður.
Læt þetta duga í bili kæru vinir, kær kveðja Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
snjór hvað er það?
Ólafur fannberg, 6.1.2007 kl. 03:34
Alltaf gaman að kíkja við hjá þér en ég segi nú eins og Ólafur "snjór hvað er nú það"?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.1.2007 kl. 08:29
Það er leiðinlegt að kvjeðja sína nánustu en því meira gaman verður næst þegar þið hittist. Kanski ekki mikil huggun núna. Þakka þér fyrir innleggið hjá mér. Það fannst mér gott innlegg. Mér láðist nefnilega allveg að segja að heimavinnandi konur hafa ekki minnna að gera en aðrar. Veit það af eigin reynslu. Hafðu það alltaf gott. J
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.1.2007 kl. 13:15
Vííí. Snjór það er langt síðan ég hef séð hann hérna í Stavanger allavegana. En ég er svosem alveg sátt við það, allavegana þar til við erum búin að setja vetrardekkin undir bílinn. .
Bestu kveðjur frá Stavanger
Kolla
Kolla, 6.1.2007 kl. 13:46
Þú hefur alltaf eithvað fallegt að segja Jórunn, takk fyrir það og ykkur öllum auðvitað sem kvittið
Sigrún Friðriksdóttir, 6.1.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.