9.1.2007 | 19:59
PPPfffffff
Það ætlar mér að verða aðeins erfiðara en ég hélt að halda nýjársloforðið um að vera jákvæð. Vikan búin að vera eitt helv.. Bæði með skólan hjá stelpuni og bakið að drepa mig. Svo ég ætla ekkert að skrifa mikið hér núna, vona að ég sé ekki að röfla og rausa of mikið á kommentin ykkar, en mér fynst alveg frábært að geta hugsað um eithvað allt annað þegar ég er að lesa skrifin ykkar Ég hefði aldrei trúað því að bloggvinir gætu orðið manni svona kærir. Mér fynst eins og ég sé búin að kynnast fullt af GÓÐU fólki. Var að sýna manninum mínum þetta. Hann er hollenskur og les ekki íslensku, og fanst svolítið mikilvægt að hann skyldi hvað ég væri alltaf að bauka í tölvunni og honum fanst þetta alveg frábært Sagði honum svona sitt lítið af hverju um ykkur og þýddi svo fyrir hann nokkra pistla.
Kær kveðja til ykkar allra Sigrún.
P.s Ojjj var að horfa á fréttirnar hérna og eitt barn rétt slapp frá hengingu þar sem nokkur börn voru að leika sér og ákváðu að prufa að hengja þann minsta af þeim. Hann slapp sem betur fer með rauðar rendur um hálsin en samfélagið í sjokki. Og mér sem fanst vera frekar lítill fréttaflutningur frá aftökuni, kanski ég hafi bara ekki séð allt :(
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Athugasemdir
Leiðinlegt að þú sért að drepast í bakinu. þekki það líka. Mikið átt þú góðan mann. Minn er það líka en vill ekkert vita af því hvað ég er að gera í tölvunni,Mér finnst eins og þér að bloggvinirnir séu mér orðnir kærir.eiginlega er þetta allt öðruvísi heldur en áður en bloggvinir komu til. Þá hélt ég að ég væri bara að tala við mig eina. Bið að heilsa manninum þínu. Hafðu það gott ævinlega. J
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.1.2007 kl. 20:26
Þetta er svipað og spjallrárirnar fyrir um áratug. Þá kynntist fólk á netinu og svo IRL. Margir bloggvinir eiga örugglega eftir að verða alvöru vinir. Wij zijn hinsvegar de lul, því við erum svo langt frá öllum hinum. Groetjes aan je man. Probeer niet te vervelent te zijn.
Villi Asgeirsson, 9.1.2007 kl. 22:13
Hæ hæ.
Ég veit að þetta er algjör klisja en þetta er alveg satt; það er altaf ljós í endanum á gaungonum. Og ég hef sko heyrt um að það er alltaf nóg að gera varðandi skólana hérna í Noregi, en ef það hjlpar þá geturðu farið inn á www.odin.no og farið í gegn um opplærigsloven.
Klemz
Kolla, 9.1.2007 kl. 22:35
Vá ég skildi mest allt Villi :Þ mátti fá smá hjálp með vervelent og ég bjó bara 3 mánuði í Hollandi og fór ekkert í skóla hihi
Kolbrún takk fyrir ráðið, er með opplæringsloven á hreinu eftir 5 og hálft ár hér en er að reyna að setja mig inn í nýja skolereformen, þar eru enþá skírari reglur um að mæta þörfum allra nemenda. Er svo búin að kynnast einni mömmu hér með einhverfan strák og hún er algjör fjarsjóður af fróðleik :)
Takk takk alles Tot ziens, klems og kveðjur !!!
Sigrún Friðriksdóttir, 9.1.2007 kl. 23:17
Æ Sigrún mín , gangi þér allt í haginn.. vonandi ferðu að stíga upp úr þessum öldudal... - sem ég veit þú gerir fyrir rest. Jákvæðni gefur af sér jákvæðni svo ekki hætta að vera jákvæð. Hræðilegt að heyra með barnið sem næstum því hengdist! Úffff . Kær kveðja Ester
Ester Júlía, 10.1.2007 kl. 08:30
rafrænt innlitskvitt....
Ólafur fannberg, 10.1.2007 kl. 08:48
æi agalegt að lesa þetta um börnin sem ætluðu að hengja minsta barnið ,díses þetta er hryllilegt ,eins gott að þetta fór ekki verr , því það er jú styttra á milli lífs og dauða en margur heldur .. vonandi fer bakið að lagast hjá þér Sigrún mín og jákvæðnin líka ... þetta með bloggvinina er frábært ,Hugsaðu þér ég kynntist þér núna eftir að við höfum alist upp á sama stað ..man ekki eftir að hafa talað við þig áður ,en ég er með gullfiskaminni svo það gæti verið eitthvað misminni ..baráttukveðja til þín frá mér
Margrét M, 10.1.2007 kl. 09:16
Jú Magga ég held ég hafi meirisegja komið í kaffi til þín þegar við bjuggum báðar á Svólvallargötuni, getur það ekki passað ??
Sigrún Friðriksdóttir, 10.1.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.