10.1.2007 | 14:14
Bland í poka.
Jæja það gekk vel með stelpuna í skólanum í dag, allavega komnir 3 heilir dagar í skólanum á einni viku Það er JÁKVÆTT og ég er þakklát fyrir hvern einasta dag sem hún hefur það betra. En svo gafst ég upp á bakverkjunum og náði mér í hækjur áður en ég dett niður einhverstaðar. Ég veit ekki hvort þið vitið það en ég var skorinn upp þrisvar sinnum á hálfu ári í fyrra, allt við brjósklosi á sama stað og undir lokin var ég orðin lömuð niður í vinstri fót, og virðist ekkert vera að fá kraft í hann, og verkirinir bara aukast. Kanski ég drullist til að fara til læknis, er bara komin með fóbíu, ég enda alltaf á sjúkrahúsi ef ég fer til doksa En ég sé til kanski hjálpar að skrölta með hækjuna í nokkra daga og svo þarf ég víst að hringja í einhverja verkjadeild í Oslo sem var sótt um fyrir mig í apríl í fyrra og ég átti að komast inn í nóvember Svo það er nú kanski ýmislegt sem ég get gert til að láta mér líða betur, það er bara að hafa tíma til þess án þess að skólamálin fari til fjandans á meðan ég er að sinna mér.
Þakka fyrir öll kommentin mér fynst þið bara æðisleg !!!
Kær kveðja Sigrún.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ekki ertu öfundsverð að bak-veseninu þínu Sigrún mín ..... minn fyrrverandi var svona í bakinu stöðugt vesen það endaði með að það voru spengdir saman nokkrir hryggjaliðir ,það var mikið til bóta ,en samt endalausir verkir , það endaði með því að læknar gáfust upp og kölluðu þetta draugaverki, þá voru þeir ekki að meina að þetta væri einhver vitleisa en þeir bara gáfust upp ..........svona bakverkir geta verið svo vandmeðfarnir .... þú verður bara að halda afram að trúa á að þetta geti verið betra ..ég trúi því alltaf að eitthvað sé hægt að gera ( annað en að éta pillur)
Margrét M, 10.1.2007 kl. 15:35
og farðu strax til læknis kona
Margrét M, 10.1.2007 kl. 15:36
Ég er sammála Guðmundi og Margréti , þú verður að gera eitthvað, ekki bara jéta pillur. Farðu til lænkis. Þú getur ekki hugsað um aðra ef þú ert svona. Veit vel hvað bakverkir eru, Er með 4 ónýta hryggjarliði, kanski fleirri því það hefur ekkrt verið athugað í mörg ár. Er með brjóskeyðingu og einhverja tinda sem gang í holdið, Kann ekki lengur að segja frá þessu en ég segi þér það bara afþví að þér líður svona ílla í bakinu,. Láttu athuga hvort eitthvað er hægt að gera fyrir þig og svo er styrking alltaf af hinu góða. Sundið hefur bjargað mér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.1.2007 kl. 15:45
rafrænt innlitskvitt frá mér
Ólafur fannberg, 10.1.2007 kl. 16:20
Dúllan mín að vera orðin svona slæm aftur... mér finnst þú alveg vera búin að ganga í gegnum nóg! En gott að heyra að það gengur betur með snuppuna :) Ég krossa fingur og tær i von um að úr rætist hjá ykkur öllum þarna hinum megin við fjörðin...
klemzzz
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 10.1.2007 kl. 17:46
FARÐU TIL LÆKNIS!!!!... við erum hér, þegar þú kemur til baka
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2007 kl. 22:09
Já farðu til læknis og neitaðu að fara út fyrr en eitthvað verður gert.
Klemz og knip
Kolla, 10.1.2007 kl. 23:45
Ok ok er á leið til læknis, veit ég verð samt að fá eihverjar pillur til að lifa þetta af, en vonadi send í segulómun MR næstu daga. Takk fyrir ummhyggjuna
Sigrún Friðriksdóttir, 11.1.2007 kl. 09:01
Læknar vilja alltaf krukka í mann..þeir sem eru lærðir skurðlæknar..það er jú það sem þeir kunna..lyflæknar vilja gefa þér pillur..þeir eru jú lærðir þar..þannig ..ég vil þá náttúrulega að þú farir til höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara ( þar sem ég er lærð í því )En því miður er oftast verið að laga afleiðinguna en ekki ná burt orsökinni..Þú getur t.d. fengið brjósklos í mitt bakið en orsökin er kanski vegna þess að þú fékkst höfuðhögg eða /eða hálshnykk..Þú getur fengið mígreni af því að detta eða fá högg á rófubeinið.. En við flest horfum bara akkúrat á punktinn sem er að angra okkur en leitum sjaldnast upprunans.. Fyrst að þú losnar ekki við brjósklosið við þetta krukk þá er orsökin trúlega annarsstaðar.. Það kemur þó fyrir að orsök og afleiðing er á sama stað og þá lagast fólk öllu jöfnu við aðgerð .... En farðu bara eftir því sem þér finnst réttast fyrir þig og meika sens í þessu bakveseni. Er sjálf með eitthvað sem mætti vera búið að endurvinna fyrir löngu í staðinn fyrir bak.. en þínir bakverkir batna samt ekki við það..en ég veit hvað þú ert að tala um með dofa, lömun og að vera aldrei verkjalaus...en töpum samt ekki humornum...
Agný, 11.1.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.